Næsta innritunarlota verður í ágúst
Innritun í leikskóla Garðabæjar fyrir skólaárið 2025–2026 hefur gengið vel og í maí höfðu öll börn fædd í september 2024 eða fyrr fengið boð um leikskólavist.
Innritun í leikskóla Garðabæjar fyrir skólaárið 2025–2026 hefur gengið vel og í maí höfðu öll börn fædd í september 2024 eða fyrr fengið boð um leikskólavist.
Næsta innritunarlota verður seinnipartinn í ágúst 2025, þá verður haldið áfram að innrita í laus pláss.
Vert er að minna á að innritun á sér stað allan ársins hring í leikskóla Garðabæjar, eftir því sem pláss losna.
Nokkrar praktískar upplýsingar fyrir fjölskyldur:
- Upplýsingar um innritun eru veittar í gegnum netfangið: innritun@gardabaer.is
- Vala leikskólakerfi heldur utan um flest sem viðkemur umsókn og leikskóladvöl barnsins.
- Foreldrum er sent bréf þegar barn fær leikskóladvöl. Foreldrar hafa 5 virka daga í umhugsunarfrest, eftir það er barnið tekið af biðlista.
- Skilyrði fyrir leikskóladvöl er að barn eigi lögheimili í Garðabæ og sé búsett í bænum. Sjá nánar hér: Innritunarreglur