Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar - 2. (2150)

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi,
14.01.2025 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður,
Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður,
Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður,
Ingvar Arnarson aðalmaður,
Rakel Steinberg Sölvadóttir varamaður,
Brynja Dan Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2404284 - Útholt 2 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Kristófer Þorgeirssyni, kt. 210887-2539, leyfi til að byggja einbýlishús á 2 hæðum með innbyggðum bílskúr að Útholti 2.
2. 2409605 - Útholt 4 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Kristófer Þorgeirssyni, kt. 210887-2539, leyfi til að byggja einbýlishús á 2 hæðum með flötu þaki, einangrað og klætt að utan með áli og timburklæðningu að Útholti 4.
3. 2407382 - Vorbraut 15 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vorbraut ehf., kt. 411123-1890, leyfi fyrir byggingu fjölbýlishúss með 14 íbúðum að Vorbraut 15.
4. 2409525 - Vorbraut 17 - Umsókn um byggingarleyfi
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Vorbraut ehf., kt. 411123-1890, leyfi til að byggja þriggja hæða fjölbýlishús með 8 íbúðum að Vorbraut 17.
5. 2409410 - Vorbraut 19 - Umsókn um byggingarleyfi - Vorbraut 19.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Landsar ehf, kt. 470920-1570, leyfi til að byggja 8 íbúða þrílyft fjölbýlishús að Vorbraut 19.
6. 2501152 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar UMF Stjörnunnar um tímabundið áfengisleyfi á þorrablóti Stjörnunnar í Mýrinni.
Lögð fram umsókn Ungmennafélags Stjörnunnar um tækifærisleyfi vegna áfengisveitinga á þorrablóti í íþróttahúsinu Mýrinni 24. janúar 2025.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
7. 2501151 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi Samgöngusáttmálann - sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf. dags. 8. janúar 2025.
Sex mánaða skýrsla Betri samgangna ohf., um stöðu og framgang verkefna, sbr. h-lið 6.gr. Samgöngusáttmálans lögð fram.
8. 2501155 - Umsókn KFUM og KFUK um styrk vegna leikjanámskeiða í Lindakirkju, dags. 8. janúar 2025.
Bæjarráð vísar erindinu til úthlutunar styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2025.
9. 2411396 - Áform um breytingu stjórnar Reykjanesfólkvangs.
Lagt fram minnisblað um Reykjanesfólksvang.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja afgreiðslu Umhverfisnefndar Garðabæjar um að undirbúin verði úrsögn sveitarfélagsins úr Reykjanesfólksvangi.
10. 2407142 - Tillaga um viðmiðunarfjárhæðir samkvæmt reglum um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.
Lögð fram eftirfarandi tillaga um viðmiðunarfjárhæðir samkvæmt reglum um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega.

„Einstaklingar með tekjur árið 2023 allt að kr. 6.970.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald. Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um kr. 6.100 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 7.580.000. (Ath. að fjármagnstekjur falla undir tekjur).

Hjón og samskattaðir aðilar (elli- og örorkulífeyrisþegar):
Hjón með tekjur árið 2023 allt að kr. 8.870.000 greiða ekki fasteignaskatt og holræsagjald. Afsláttur lækkar um 1% við hækkun tekna um kr. 14.500 og fellur niður ef tekjur fara yfir kr. 10.330.000. (Ath. að fjármagnstekjur falla undir tekjur).

Ekki þarf að sækja um lækkunina.“

Tillagan byggir á hækkun á ellilífeyris í janúar 2025 (4,3% hækkun).

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að rýna fyrirkomulag reglnanna nánar.
11. 2407142 - Reglur um greiðslur vegna dvalar barna úr Garðabæ hjá dagforeldrum.
Bæjarráð samþykkir reglur um greiðslur vegna dvalar barna úr Garðabæ hjá dagforeldrum árið 2025.
12. 2412017 - Tilnefning dómnefndar um Garðbæinginn okkar árið 2024.
Bæjarráð tilnefnir Birnu Guðmundsdóttur, íþróttakennara, Hrafnhildi Sigurðardóttur, kennara við Sjálandsskóla og Ingimund Orra Jóhannsson, háskólanema í lífendafræði, í dómnefnd Garðbæingsins okkar.
Stefnt er að því að útnefning Garðbæingsins okkar árið 2024 verði 23. janúar 2025.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).